fimmtudagur, júní 26, 2003
Farinn í sumarbústað í viku.
Ekkert blogg á meðan en verð með fartölvu og síma.
Fólk má koma í heimsókn með mat og eldunarvilja.
tæpir 2 mánuðir í ódauðleika minn.
Ekkert blogg á meðan en verð með fartölvu og síma.
Fólk má koma í heimsókn með mat og eldunarvilja.
tæpir 2 mánuðir í ódauðleika minn.
miðvikudagur, júní 25, 2003
Giftur maður þarf að elda sjálfur !!!
Í gær gerðist sá fáheyrði atburður að giftur maður þurfti að elda sér kvöldmat.
Hann er að vonum sár og finnst að kvennþjóðin hafi brugðist skyldum sínum.
Aðspurður sagðist hann eiga eina mömmu, 2 systur og ógrynni af frænkum á öllum aldri.
Frekar en að deyja úr sulti þá bjó hann sér til samlokur í samlokugrilli og fékk sér kornflexdisk.
þriðjudagur, júní 24, 2003
sunnudagur, júní 22, 2003
Fékk hótanir að blogga.
Á fimmtudaginn fóru Elísabet, börnin og tengdó svo ég er einn heima.
Allir velkomnir í heimsókn/partý.
Ég hef ekki eldað enn frá fimmtudegi. Hef vælt út mat einhvers staðar eða farið út að borða.
Hvað ætli ég geti komist lengi af án þessa að elda sjálfur?
ég giska á 10-11 daga.
Verst að Ísak og Gunna eru í sumarbústað en þar hefði ég geta verið í mat 2 hvern dag.
Gunna frænka er líka erlendis.
Silja, Þórsdís, Linda og Ragnheiður.
Ætlið þið að láta frænda, vin og bróður veslast upp vegna hungurs og engin kona er til að elda fyrir hann???
Þið hringið í 820 6359 til að bjóða mér í mat. Öll kvöld þessa viku fara að klárast.
kv. Palli
Á fimmtudaginn fóru Elísabet, börnin og tengdó svo ég er einn heima.
Allir velkomnir í heimsókn/partý.
Ég hef ekki eldað enn frá fimmtudegi. Hef vælt út mat einhvers staðar eða farið út að borða.
Hvað ætli ég geti komist lengi af án þessa að elda sjálfur?
ég giska á 10-11 daga.
Verst að Ísak og Gunna eru í sumarbústað en þar hefði ég geta verið í mat 2 hvern dag.
Gunna frænka er líka erlendis.
Silja, Þórsdís, Linda og Ragnheiður.
Ætlið þið að láta frænda, vin og bróður veslast upp vegna hungurs og engin kona er til að elda fyrir hann???
Þið hringið í 820 6359 til að bjóða mér í mat. Öll kvöld þessa viku fara að klárast.
kv. Palli
Það sem ég var að hugsa um í dag.
1. Forsetinn leggur blómsveig að minnismerki Jón Sigursonar.
Á Jón þetta skilið ?
Hann ku hafa verið hégómagjarn með afbrigðum.
Átti kærustu (ríka & ófríða kaupmannsdóttur) sem beið hans hér heima í 13 ár meðan Jón var í Kaupmannahöfn.
Pabbi hennar sendi Jóni reglulega pening. Kannski fyrir mellum ???
2. Það fæðast ekki allir jafnir.
Lítill hluti fólks í heiminum á meirihluta af eignunum.
Ætti kannski að taka börnin af öllum og ríkið elur þau upp ?
Við dauða ganga eignir til ríkisins og eru seldar t.d. á uppboði.
3. Tekin eru lán í mismunandi myntkörfum. Hvernig er líkindadreifing á mismuni myntkarfa, vegna gengisþróunar, eftir ákveðið tímabil.
4. Jón Ásgeir & pabbi hans unnu sig upp úr engu.
Eru með yfirtökutilboð uppá 5,8 milljarða króna á leikfangafyrirtæki.
Hvað eru 5,8 milljarðar = 5.800 milljónir króna = ca. 500 íbúðir.
eða ef einhver vinnur sér inn 3 mkr. á ári þá vinnur hann sér inn 120-150 mkr. á ævi þannig að við erum að tala um ævilaun
ca. 45 manna.
Síðast e
Frá 18 júni en publizaðizt ekki
1. Forsetinn leggur blómsveig að minnismerki Jón Sigursonar.
Á Jón þetta skilið ?
Hann ku hafa verið hégómagjarn með afbrigðum.
Átti kærustu (ríka & ófríða kaupmannsdóttur) sem beið hans hér heima í 13 ár meðan Jón var í Kaupmannahöfn.
Pabbi hennar sendi Jóni reglulega pening. Kannski fyrir mellum ???
2. Það fæðast ekki allir jafnir.
Lítill hluti fólks í heiminum á meirihluta af eignunum.
Ætti kannski að taka börnin af öllum og ríkið elur þau upp ?
Við dauða ganga eignir til ríkisins og eru seldar t.d. á uppboði.
3. Tekin eru lán í mismunandi myntkörfum. Hvernig er líkindadreifing á mismuni myntkarfa, vegna gengisþróunar, eftir ákveðið tímabil.
4. Jón Ásgeir & pabbi hans unnu sig upp úr engu.
Eru með yfirtökutilboð uppá 5,8 milljarða króna á leikfangafyrirtæki.
Hvað eru 5,8 milljarðar = 5.800 milljónir króna = ca. 500 íbúðir.
eða ef einhver vinnur sér inn 3 mkr. á ári þá vinnur hann sér inn 120-150 mkr. á ævi þannig að við erum að tala um ævilaun
ca. 45 manna.
Síðast e
Frá 18 júni en publizaðizt ekki
fimmtudagur, júní 12, 2003
Afsakið skort á ritræpu.
Afsakanir eru eins og rassgöt, Allir hafa afsakanir.
Mín afsökun er að brauðstritið og börnin ganga fyrir.
Verð samt að deila með öllum sem lesa internetið eftirfarandi hugleiðingum.
Við Breki vorum að lesa jól hjá Bangsímon, (ég er farinn að hita þau upp fyrir jólin).
Sagan endaði á því að allir gáfu Bangsimon hunang.
Og þá fór ég að velta því fyrir mér hvort Bangsímon fengi aldrei ræpu af öllu þessu hunangi sem hann étur.
Ég hef aldrei séð neitt fjallað um þetta í sögunum um hann.
Gaman væri ef einhver gæti frætt mig um þetta.
Önnur áhugaverð spurning sem menn hafa verið að velta fyrir sér.
Hvar fær Seðlabankinn pening=krónur til að kaupa 2,5 millj. dollara á dag (=200 mkr.) ??
Er búið að ræsa pentvélarnar eða eiga þeir virkilega pening?
Enn önnur áhugaverð spurning
Taka starfsmenn Heklu, Lincon Continental uppí Boruna ??
Afsakanir eru eins og rassgöt, Allir hafa afsakanir.
Mín afsökun er að brauðstritið og börnin ganga fyrir.
Verð samt að deila með öllum sem lesa internetið eftirfarandi hugleiðingum.
Við Breki vorum að lesa jól hjá Bangsímon, (ég er farinn að hita þau upp fyrir jólin).
Sagan endaði á því að allir gáfu Bangsimon hunang.
Og þá fór ég að velta því fyrir mér hvort Bangsímon fengi aldrei ræpu af öllu þessu hunangi sem hann étur.
Ég hef aldrei séð neitt fjallað um þetta í sögunum um hann.
Gaman væri ef einhver gæti frætt mig um þetta.
Önnur áhugaverð spurning sem menn hafa verið að velta fyrir sér.
Hvar fær Seðlabankinn pening=krónur til að kaupa 2,5 millj. dollara á dag (=200 mkr.) ??
Er búið að ræsa pentvélarnar eða eiga þeir virkilega pening?
Enn önnur áhugaverð spurning
Taka starfsmenn Heklu, Lincon Continental uppí Boruna ??
sunnudagur, júní 08, 2003
föstudagur, júní 06, 2003
fimmtudagur, júní 05, 2003
Já ég gleymdi. Sjoppan var rænd fyrir 1 eða 2 árum af dreng með öxi að mig minnir.
Við komum ekkert nærri því máli.
Við komum ekkert nærri því máli.
Skipulagða ránið.
Á Grundarstíg 12 var lúgusjoppa. Ég komst í lúguna með því að klifra og rétt inní lúgunni var krukka full af marsipanfylltum lakkrís.
Þessi svarti mjói með gula marsípaninu innan í. Í sjoppunni vann eldri kona sem sat stundum innarlega í sjoppunni og las þegar ekkert var að gera.
Ég var búinn að átta mig á því að þar sem hún var ein í sjoppunni gat hún ekki farið langt frá sjoppunni og skilið hana eftir eina. Þá var hún ekki líklegt til að geta hlaupið mjög hratt.
Mikilvægt væri að læðast að sjoppunni og vera snöggur uppí lúguna. Ef Frikki ýtti á mig yrði ég fljótari upp
( þá væri líka ágætt að ef hún myndi elta okkur að hún myndi þá ná honum og láta það nægja.)
Þannig var þetta líka gert þegar konan sat og las læddumst við bræður að opinu og Frikki ýtti á rassinn á mér. Konan varð var við okkur, leit upp og sá líklega á einbeittum svip mínum að ég var ekki kominn til að kaupa í þetta skiptið. Hún spratt upp og hljóp að lúgunni. Ég ákvað að klára dæmið, setti í brýrnar, hvessti á hana augunum greip handfylli af lakkrís rétt fyrir framan nefið á henni. Ég lét mig falla niður og hrópaði á Friðgeir "hlauptu !".
Við hlupum burt og hún kom út í dyrnar æpti eitthvað en gat ekki skilið sjoppuna eftir án gæslu svo hún veitti okkur ekki eftirför.
Við bræður áttum kramdann lakkrísinn og höfum hlegið að þessu síðustu 30 ár.
Breki rændi karamellu í vídeóleigu ekki alls fyrir löngu og var húðskammaður, látinn fara inn og borga.
Ég vil ekki að hann verði glæpamaður eins og pabbi hans og föðurbróðir.
Á Grundarstíg 12 var lúgusjoppa. Ég komst í lúguna með því að klifra og rétt inní lúgunni var krukka full af marsipanfylltum lakkrís.
Þessi svarti mjói með gula marsípaninu innan í. Í sjoppunni vann eldri kona sem sat stundum innarlega í sjoppunni og las þegar ekkert var að gera.
Ég var búinn að átta mig á því að þar sem hún var ein í sjoppunni gat hún ekki farið langt frá sjoppunni og skilið hana eftir eina. Þá var hún ekki líklegt til að geta hlaupið mjög hratt.
Mikilvægt væri að læðast að sjoppunni og vera snöggur uppí lúguna. Ef Frikki ýtti á mig yrði ég fljótari upp
( þá væri líka ágætt að ef hún myndi elta okkur að hún myndi þá ná honum og láta það nægja.)
Þannig var þetta líka gert þegar konan sat og las læddumst við bræður að opinu og Frikki ýtti á rassinn á mér. Konan varð var við okkur, leit upp og sá líklega á einbeittum svip mínum að ég var ekki kominn til að kaupa í þetta skiptið. Hún spratt upp og hljóp að lúgunni. Ég ákvað að klára dæmið, setti í brýrnar, hvessti á hana augunum greip handfylli af lakkrís rétt fyrir framan nefið á henni. Ég lét mig falla niður og hrópaði á Friðgeir "hlauptu !".
Við hlupum burt og hún kom út í dyrnar æpti eitthvað en gat ekki skilið sjoppuna eftir án gæslu svo hún veitti okkur ekki eftirför.
Við bræður áttum kramdann lakkrísinn og höfum hlegið að þessu síðustu 30 ár.
Breki rændi karamellu í vídeóleigu ekki alls fyrir löngu og var húðskammaður, látinn fara inn og borga.
Ég vil ekki að hann verði glæpamaður eins og pabbi hans og föðurbróðir.
Tengdó er lent.
Nú verða Arna og Breki í tæpar 2 vikur hjá mér.
Arna fer á Fimleikaleikjanámskeið í næstu viku.
Breki verður áfram á Leikskólanum.
Ég er að hugsa um hvort ég geti ekki látið Örnu vinna fyrir mig bókhaldsvinnu.
Þ.e. flokka búðarkvittanir og slá inn upphæðir og dagsetningar í Excel.
Fyrir þetta gæti ég borgað henni 50 kr. á tímann.
Gauss færði bókhald fyrir föður sinn þegar hann var 4 ára, þ.e. sami aldur og Breki.
Sjálfur byrjaði ég að vinna 5 ára gamall og bar út Þjóðviljann.
Þegar ég fékk mín fyrstu laun heimtaði ég meira. Ég seldi aukablöð og safnaði í bauk.
Peningunum var ekki eytt í nammi heldur skipulagði ég mitt fyrsta rán 5 ára og gengdi Friðgeir bróðir,
þá 3ja ára, lykilhlutverki í ráninu. Nánar af því síðar.
Frá því hef ég verið sívinnandi.
Ég óttast að Arna hafi ekki sömu ást á vinnu eins og pabbi sinn, svo kannski mistekst tilraunin með bókhaldið.
Ég ber meiri vonir til Breka en hann er ekki læs enn svo hann uppfyllir ekki grunnkröfur sem starfið krefst.
Nú verða Arna og Breki í tæpar 2 vikur hjá mér.
Arna fer á Fimleikaleikjanámskeið í næstu viku.
Breki verður áfram á Leikskólanum.
Ég er að hugsa um hvort ég geti ekki látið Örnu vinna fyrir mig bókhaldsvinnu.
Þ.e. flokka búðarkvittanir og slá inn upphæðir og dagsetningar í Excel.
Fyrir þetta gæti ég borgað henni 50 kr. á tímann.
Gauss færði bókhald fyrir föður sinn þegar hann var 4 ára, þ.e. sami aldur og Breki.
Sjálfur byrjaði ég að vinna 5 ára gamall og bar út Þjóðviljann.
Þegar ég fékk mín fyrstu laun heimtaði ég meira. Ég seldi aukablöð og safnaði í bauk.
Peningunum var ekki eytt í nammi heldur skipulagði ég mitt fyrsta rán 5 ára og gengdi Friðgeir bróðir,
þá 3ja ára, lykilhlutverki í ráninu. Nánar af því síðar.
Frá því hef ég verið sívinnandi.
Ég óttast að Arna hafi ekki sömu ást á vinnu eins og pabbi sinn, svo kannski mistekst tilraunin með bókhaldið.
Ég ber meiri vonir til Breka en hann er ekki læs enn svo hann uppfyllir ekki grunnkröfur sem starfið krefst.